Zonta á Íslandi

Zonta á Íslandi

Zontaklúbbur Selfoss

Zontaklúbbur Selfoss var stofnaður 24. október 1972. Félagar í byrjun september 2008 eru 21 kona sem eru búsettar á Selfossi, Hveragerði og í uppsveitum Árnessýslu. Klúbburinn er í  Alþjóðasamtökum Zonta og fylgir þeim markmiðum samtakanna að styrkja stöðu kvenna  um allan heim.

 Fundir
Fundir eru haldnir annan þriðjudag hvers mánaðar, frá september til maí, og hefjast kl. 19:30. Þeir eru haldnir á heimilum og vinnustöðum klúbbkvenna og einnig á veitingahúsum á Suðurlandi. Á desemberfundina, jólafundina, er mökum boðið.  Einn fundur á ári er sameiginlegur með klúbbunum í Reykjavík og skiptast þeir á að bjóða til funda.

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Innskráning